Verkpallar ehf var stofnað árið 1975 og var frumkvöðull í því að bjóða uppá stálvinnupalla á Íslandi. Það liggur því 50 ára saga að baki og hefur reynslan síðan þá lagst inn þar sem Pálmi Einarsson framkvæmdastjóri keypti Verkpalla af frumkvöðlum árið 1988 og naut aðstoðar þeirra í upphafi. Enn og aftur eigum við frumkvæði og þá með samstarfi við Layher GmbH með markaðssetningu á Layher Allround vinnupallakerfinu.
Fyrirtækið er staðsett að Dugguvogi 42, 104 Reykjavík.